Um vöruna
LIR Grunnurinn - Vélin á bakvið margar af lausnum ST2
Lausnir ST2 eru hannaðar með nýjustu Microsoft tækni og byggjast á Microsoft Power Platform, sem tryggir áreiðanleika, öryggi og framúrskarandi sveigjanleika.
Grunnurinn að mörgum lausnanna er það sem kallast LIR (List, Item, Response), sérstakri tækni og aðferðafræði sem ST2 hefur þróað, sem einfaldar gagnaskráningu, úrvinnslu og eftirlit með ferlum á skipulagðan hátt.
Grunninnviðir og tækniumhverfi:
Microsoft Power Platform sem grunnur, með Power Apps, Power Automate, Power BI og Power Virtual Agents, AI Builder og Azure OpenAI.
Dataverse gagnagrunnur fyrir örugga og hraða gagnavistun með innbyggðum aðgangsstýringum.
Samþætting við Microsoft 365 þjónustur og Azure lausnir sem tryggir örugga notendastýringu og auðkenningu (Azure AD).
Helstu eiginleikar tæknilausna ST2:
LIR aðferðafræði (List, Item, Response):
Skilvirk skráning og meðhöndlun gagna og ferla með skipulagðri uppbyggingu lista, atriða og svara.
Sjálfvirk úrvinnsla og eftirlit sem tryggir nákvæmni, rekjanleika og stöðugar umbætur.
Öflugt skjalakerfi:
Byggt á SharePoint Online fyrir miðlæga og örugga skjalahirslu og skráningu.
Innbyggður rekjanleiki og útgáfustýring skjala.
Innbyggð gervigreind:
AI Builder í Power Platform til sjálfvirkrar flokkunar, greiningar gagna og spágerðar.
Sjálfvirkar áminningar, úrvinnsla og aðgerðatillögur byggðar á gervigreind.
Gervigreind byggð á Azure OpenAI þjónustum fyrir öfluga og nákvæma úrvinnslu gagna og textagreiningar.
Copilot Agents sem bjóða upp á sjálfvirka samskiptaþjónustu og gagnvirka aðstoð við notendur.
Farsímastuðningur:
Notendavæn öpp byggð með Power Apps og vefviðmót sem eru sérstaklega sniðin fyrir notkun í farsímum og spjaldtölvum.
Stuðningur við öll helstu stýrikerfi (iOS, Android).
Skýrslugerð og greiningar:
Power BI mælaborð og gagnvirkar skýrslur fyrir rauntíma innsýn í lykilmælikvarða.
Sjálfvirkar KPI-greiningar sem aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku.
Sjálfvirkni og úrvinnsla:
Sjálfvirkar ferlavirkjanir með Power Automate.
Sjálfvirkar áminningar og viðvaranir eftir ákveðnum reglum og stöðu atriða.
Samþættingar við ytri kerfi:
Innbyggðar tengingar við yfir 1000 staðlaðar tengingar við hin ýmsu kerfi
Tengin við öll algengustu birgða- innkaupa- og bókhaldskerfi.
Stuðningur við samræmt upplýsingaflæði milli lausna ST2 og annarra Microsoft- eða þriðja aðila kerfa.
Öryggi og persónuvernd:
Aðgangsstýring og persónuvernd í samræmi við ISO 27001 og GDPR.
Gögn vistuð í öruggum gagnaverum Microsoft (Azure West Europe svæði).
Með þessum öfluga grunni tryggir ST2 fyrirtækjum skilvirkar, öruggar og framtíðarsæknar lausnir sem skila raunverulegu virði og styðja við stöðugan rekstur og vöxt.